Vallargerði 40

Grenndarkynning

 

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 7. október 2024 var samþykkt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir Vallargerði 40.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 - 0,38.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1254/2024, eigi síðar en 21. nóvember 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Vallargerði 40
Tímabil
22. október - 21. nóvember 2024