Hófgerði 18

Grenndarkynning

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 15. apríl 2024 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags 5. apríl 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar arkitekts dags 3. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði var vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja nýja kvisti í stað eldri og innrétta aukaíbúð í kjallara á sama fasteignarnúmeri.

Bókun skipulagsráðs:

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 11, 16, 18a og 20 við Hófgerði og nr. 30, 32 og 34 við Borgarholtsbraut.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 625/2024, eigi síðar en miðvikudaginn 26. júní 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

 

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Hófgerði 18
Tímabil
24. maí - 26. júní 2024