Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Forkynning.

Tillaga að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastigs um Kópavogsháls. Forkynning.

Bæjarstjórn samþykkti 26. mars 2024 að forkynna tillögu að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastígs um Kópavogsháls á vinnslustigi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulagssvæðið nær til bæjarlands milli Hafnarfjarðarvegar og aðlægra lóða vestan megin vegarins. Frá Skjólbraut í norðri að undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal í suðri. Um 600 m vegalengd.

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg.

Miðvikudaginn 29. maí milli kl. 16:30 og 17:30 verður opið hús um tillöguna á bæjarskrifstofum Kópavogs Digranesvegi 1. Þar verður tillagan kynnt og starfsfólk umhverfissviðs ásamt skipulagsráðgjöfum svara fyrirspurnum.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 583/2024, eigi síðar en 28. júni 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Forkynning.
Tímabil
16. maí - 28. júní 2024