Vesturvör 32B

Grenndarkynning. 

Á fundi embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Kópavogs 21. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 11. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32B við Vesturvör um breytingu á deiliskipulagi. Sótt var um heimild til þess að festa fjarskiptaloftnet og tilheyrandi tæknibúnað á galvanhúðuðum stálrörum austurhlið núverandi byggingará lóðinni. Búnaðinum yrði ætlað að sinna farsímaþjónustu í nærumhverfinu og mun hann fara 4m upp fyrir efstu þakbrún á húsinu sem er 8m og yrði því alls 12m yfir götuhæð. Punktur hæðarkóta á loftnetinu er 17,10. Tæknibúnaður mun tengjast húsrafmagni og ljósleiðaraneti.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 13. desember 2023.

Bókun skipulagsfulltrúa: 
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 30, 30A, 30B, 30C, 32, 32A, 34, 36, 40, 40A, 42, 42A og 50 við Vesturvör.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 313/2024, eigi síðar en 29. apríl 2024. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Vesturvör 32B
Tímabil
22. mars - 29. apríl 2024