Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva

Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu á breytingu á deiliskipulaginu Vatnsendahæð/Vatnsendahvarf.

Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2024 var lögð fram umsókn Veitna um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 12. apríl 2024.
Í breytingunni felst tilfærsla og breyting á staðsetningu og fjölda dreifistöðva rafmagns á skipulagssvæðinu. Auk breyttrar staðsetningar verður stöðvum fækkað úr sex í fjórar.

Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl 2024 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Nýtt deiliskipulag tók gildi með auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda þann 26. apríl 2024.

Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva
Tímabil
26. apríl 2026