Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2.

2201220 Vatnsendahvarf – athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 25. janúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2.

Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 dags. 17. janúar 2022

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 16. mars 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2.
Tímabil
29. janúar til 16. mars 2022.