Vatnsendahvarf. Tillaga að breyttu Aðalskipulagi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 14. mars 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð samanber 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 31. gr. sömu laga.

Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í tillögu að aðalskipulagsbreytingu er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. febrúar 2023 ásamt umhverfisskýrslu sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillögur að skipulagi Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar eru auglýstar samtímis þ.e. tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að nýju deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þriðjudaginn 16. maí 2023 milli kl. 17:00-18:30 verður opinn kynningarfundur í sal Vatnsendaskóla. Þar verða tillögurnar kynntar og starfsfólk skipulagsdeildar og skipulagsráðgjafar svara fyrirspurnum.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 8. júní 2023.

Skipulagsfulltrúi Kópavogs.