- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Skipulagsráð samþykkti 4. apríl sl. að grenndarkynna tillögu umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Sólhvarfs Álfkonuhvarfi 17. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið fyrir á hluta lóðarinnar austan núverandi leikskólabyggingar. Núverandi byggingarmagn er 841,7 m² og fyrirhuguð breyting er 135 m², nýtingarhlutfall á lóðinni eykst því úr 0,14 í 0,16 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfkonuhvarfs 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarfs 10, 12 og 14, Akurhvarfs 16, Asparhvarfs 17-17E og 19-19E.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 14. júní 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin