Smiðjuvegur 7

Á fundi skipulagsráðs þann 3. júlí 2023 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg.

Í breytingunni felst að neðri hæð viðbyggingar á norðurhlið hússins verði nýtt og komið fyrir tveimur hurðum. Samhliða er lagt til að leiðrétt verði fermetra fjöldi núverandi húsnæðis og öll A og b rými verða talin með í heildarbyggingarmagni. Í breytingunni felst að heildar byggingarmagn eykst úr 3.0044 m² í 3.554 m² sem er aukning um 510 m². Nýtingarhlutfall eykst því úr 0,44 í 0,50. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna, meðfylgjandi uppdrátt dags. 28. júní 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is/issues/470, málsnr. 470/2023, eigi síðar en 8. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Umhverfissvið, skipulagsdeild Kópavogs notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Smiðjuvegur 7
Tímabil
8. ágúst - 8. september 2023