- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Málsmeðferð vegna deiliskipulags leikskóla við Skólatröð er lokið, sjá meðf. gögn.
Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á auglýstri tillögu að deiliskipulagi.
Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 13. júní 2023 tillögu að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð.
Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli. Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri. Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 41. gr. ofangreindra laga.
Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Skipulagið öðlaðist gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kærufrestur er einn mánuður frá því að málið er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Nánari upplýsingar um feril málsins, umsögn um innsendar athugasemdir á kynningartíma og uppfærð deiliskipulagsgögn er að finna í gögnum hér til hliðar:
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin