Skjólbraut 8.

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september sl. var lagt fram erindi frá byggingarfulltrúa dags. 16. september 2022 þar sem umsókn Kristjáns Georgs Leifssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að bílgeymsla á norðausturhluta lóðarinnar stækkar um 13,5 m til suðurs og hækkar um 0,9 metra. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,30 í 0,32 við breytinguna. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 6, Borgarholtsbrautar 5 og 7 liggur fyrir.

Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til kl. 13:00 föstudaginn 28. október 2022.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.

Skjólbraut 8.
Tímabil
27. september 2022 - 28. október 2022
Kynningargögn
Uppdrættir