Selbrekka 20

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 6. febrúar sl. var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn KRark arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggt verði við efri hæð hússins, svefnherbergi stækkað um 15,8 m².

Byggingarmagn eykst úr 233,1 m² í 248,9 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,27 í 0,29.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Selbrekku 5, 7, 9, 11, 18, 22, Álfhólsvegar 99, 101A, 101B, 103 og 105.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til kl. 15:00 mánudaginn 13. mars 2023.

Selbrekka 20
Tímabil
9. febrúar til 13. mars 2023