Nýbýlavegur 64

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Kópavogs þann 21. febrúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir Nýbýlaveg 64.

Sótt er um að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð og skipta henni upp í tvær minni íbúðir ásamt því að bæta við svölum á suðurhlið hússins.

Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 3. desember 2024.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 312/2025, eigi síðar en fimmtudaginn 10. apríl 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Nýbýlavegur 64
Tímabil
7. mars - 10. apríl 2025