Leikskóli við Skólatröð. Lýsing skipulagsverkefnis.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 27. september 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags leikskóla við Skólatröð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað deiliskipulagssvæði nær yfir 0,2 ha lóð við Vallartröð 12A. Í lýsingunni eru settar fram helstu forsendur og markmið deiliskipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun skipulagsferlisins.

Miðvikudaginn 19. október milli kl. 17:00-18:00 verður kynningarfundur/opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogs að Digranesvegi 1 þar sem lýsingin verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skipulagsdeildar í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 27. október 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Leikskóli við Skólatröð. Lýsing skipulagsverkefnis.
Tímabil
1. október 2022 - 27. október 2022