- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.
Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 19. desember 2022 var lögð fram tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli. Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri. Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. desember 2022.
Kynning hefst þann 2. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 19. apríl 2023.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin