Laufbrekka 28

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 6. september 2021 var lagt fram erindi Einar Ingimarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 28, dags. 25. júní 2021. Sótt er um heimild að byggja útitröppur og tröppupall úr timbri að efri hæð íbúðar og setja þar inngangshurð í stað glugga. 

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 20, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 30 og Auðbrekku 38.

Kynning hófst 15. september 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 15:00 mánudaginn 18. október 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Laufbrekka 28
Tímabil
15. september 2021 - 18. október 2021