- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 19. desember 2022, uppfært 12. janúar 2023 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 2. mars 2023.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin