- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogsbæjar á tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Kópavogsdalur - útivistarsvæði.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 12. mars 2024 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Kópavogsdalur - útivistarsvæði fyrir lóðina nr. 5 við Dalsmára.
Skipulagssvæðið er um 3 ha. að stærð og tekur til æfingasvæðis Breiðabliks, æfingavöll 1 „Fífuvellir“ og knatthússins Fífunnar. Í breytingunni felst upphitaður æfingavöllur lagður gervigrasi vestan Fífunnar, uppsetning fjögurra ljósamastra við úthorn vallarins, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.315 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utan frá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir tæknirými að hámarki 45 m² suðvestan við völlinn.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 milli kl. 16:30 og 17:30 verður starfsfólk skipulagsdeildar með opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, þar sem tillagan verður sérstaklega kynnt þeim sem þess óska.
Ofangreind tillaga er aðgengileg í þjónustuveri bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is . Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillögurnar er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila skriflega í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 386/2024, eigi síðar en 24. maí 2024.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra ganga í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingaskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin