Hugmyndasamkeppni. Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára.

Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára. Þverun, uppbygging og tengingar. 

Keppnislýsingu má finna hér til hliðar. 

Hugmyndasamkeppni - Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára - Þverun, uppbygging og tengingar.

Kópavogsbær (útbjóðandi) í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um þverun (lok/stokk), uppbyggingu við og/eða yfir Reykjanesbraut og tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára (Smára-, Linda- og Glaðheimasvæði).

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 2. desember 2021 og því síðara 31. janúar 2022. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn. Skilafrestur tillagna hefur verið framlengdur um viku eða til 14. febrúar 2022  fyrir kl. 13.00 að íslenskum tíma. Lykildagsetningar eru:

  • Hugmyndasamkeppni auglýst lau. 6. nóvember 2021
  • Keppnislýsing aðgengileg lau. 6. nóvember 2021
  • Samkeppnisgögn afhent mið. 10. nóvember 2021 í útboðskerfi Kópavogs
  • Skilafrestur fyrri fyrirspurnartíma fim. 2. des. 2021.
  • Svör við fyrri fyrirspurnum fim. 9. desember 2021.
  • Skilafrestur seinni fyrirspurnartíma mán. 31. janúar 2022.
  • Svör við seinni fyrirspurnum fös. 4. febrúar 2022.
  • Skilafrestur tillagna mán. 14. febrúar 2022 kl. 13:00
  • Niðurstaða dómnefndar áætluð um miðjan mars 2022

Samkeppnin er almenn hugmyndasamkeppni samkvæmt skilgreiningu Arkitektafélags Íslands og opin öllum þeim sem uppfylla skilyrði keppnislýsingar sbr. gr. 3.1.

Kallað er eftir hugmyndum sem gætu haft áhrif á þróun og uppbyggingu svæðiskjarnans í Smára svo og tengst heildarendurskoðun Reykjanesbrautar og umhverfis hennar. Samkeppnin beinist að því að fá fram hugmyndir sem gera svæðið að öflugri samhangandi einingu.

Í dómnefnd sitja:

Tilnefndir af Kópavogsbæ:

  1. Hrafnkell Ásólfur Proppé skipulagsfræðingur, formaður dómnefndar, fulltrúi Kópavogsbæjar.
  2. Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.
  3. Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands

  1. Birkir Einarsson landslagsarkitekt FÍLA.
  2. Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL.

Keppnislýsing er aðgengileg á vefsvæði Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu og á vefsvæði Arkitektafélags Íslands https://ai.is.

Keppnisgögn er hægt að nálgast í útboðskerfi Kópavogs eigi síðar en 10. nóvember 2021 https://tendsign.is/ Þátttakendur þurfa að skrá sig inn í útboðskerfið.

Heimild. Loftmyndir ehf.

 

 

Hugmyndasamkeppni. Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára.
Tímabil
5. nóvember 2021 - 14. febrúar 2021