- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 15. ágúst sl. var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 7. júlí 2022, skv. erindi Bjarna Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa. Tvær íbúðir eru á lóðinni. Sótt er um leyfi til að byggja 20,2 m² garðskála við íbúð á neðri hæð hússins. Auk þess að breyta tveimur gluggum á suðurhlið hússins og bæta við glugga á vesturhlið hússins.
Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. júní 2022.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 62, Hlíðarvegi 39, 41 og 43.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 23. september 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin