Gulaþing 25

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.

Lögð fram umsókn lóðarhafa Gulaþings 25 dags. 16. febrúar 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagn er 250 m² og nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar yrði felldur niður. Bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar yrði þess í stað nýttur sem vinnustofa og að í staðin fyrir opið bílskýli myndi vera byggður 53 m² bílskúr sambyggðum íbúðarhúsinu, lagt er til að byggingarreitur fyrir nýjan bílskúr stækki til suðausturs. Hámark byggingarmagns eykst úr 250 m² í 270 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,14 í 0,15. Meðfylgjandi er uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. febrúar 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23A, 23B, 62, 64, 66, 68, 70 og Dalaþings 30.

Kynning hefst þann 2. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 27. apríl 2023.

Gulaþing 25
Tímabil
22. mars - 27. apríl 2023