Gilsbakki

Athygli er vakin á því að skipulagsráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2023 að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir Gilsbakka. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit að stærð 16.5 x 8.35m fyrir vinnustofu/gestahús á norðvesturhluta lóðarinnar. Núverandi skúr sem þar er í dag verður rifinn. Fyrirhuguð vinnustofa/ gestahús mun vera á einni hæð og stærð þess um 107m². 4 bílastæðum verði komið fyrir innan lóðarmarka og breyta þarf innkeyrslu á lóð. Aðkoma á lóðinni verði í samræmi við núverandi fyrirkomulag á lóð. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 175.5m² í 282.5m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.11. Í breytingunni felst jafnframt að staðfang lóðarinnar verði Gilsbakki 1.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 29. desember 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á vef Kópavogsbæjar, https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu.  Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 26. apríl 2023.

Gilsbakki
Tímabil
28. febrúar - 26. apríl 2023