Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er breyting á deiliskipulagi hér með grenndarkynnt.

Athygli er vakin á því að skipulagsráð samþykkti á fundi þann 19. júní 2023 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að breytt deiliskipulag fyrir Fornahvarf 10 verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1 og 3 við Fornahvarf og nr. 2 við Dimmuhvarf. Jafnframt skuli leita umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Í tillögunni að breyttu deiliskipulagi er lagt til að falli verði frá núverandi heimild að byggja 136 m² timburhús og reka þar þjónustumiðstöð, þess í stað er gert ráð fyrir að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð dags. 26. júní 2023. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Nánari upplýsingar eru veittar á Skipulagsdeild Kópavogs í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 3. ágúst 2023.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag
Tímabil
3. júlí - 3. ágúst 2023