Flesjakór 8

Grenndarkynning.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Kópavogs þann 11. mars 2025 var samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 8 við Flesjakór fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-24 við Flesjakór.

Í breytingunni felst stækkun byggingarreits til suð-vesturs um 5x5,5m. Byggingarmagn eykst úr 226 m² í 268 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,57.

Meðfylgjandi eru uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:400 og 1:250 dags. 19. febrúar 2025.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 389/2025, eigi síðar en fimmtudaginn 8. maí 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Flesjakór 8
Tímabil
31. mars - 8. maí 2025