Fífuhvammur 19.

Úr fundargerð skipulagsráðs 17. janúar 2022:

Lagt fram erindi Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 19 dags. 2. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu alls 67 m2 að flatarmáli á suðvesturhluta lóðarinnar ásamt útitröppum og sorpgeymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,15 í 0,22.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringar myndum og greinargerð dags. 2. desember 2021. Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 15, 17, 21 og 23. Helga Hauksdóttir vék sæti undir meðferð málsins. 

Fífuhvammur 19.
Tímabil
8. febrúar til 10. mars 2022.