Dalvegur 20

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 6. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Landslags arkitekta dags. 20. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Dalveg um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit 3m x 8m að stærð eða samtals 24 m² að flatarmáli fyrir spennistöð og tæknirými verði komið fyrir á norðvestur hluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 3. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 18, 22, 24, 26 og 28 við Dalveg.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 921/2023, eigi síðar en föstudaginn 29. desember 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Umhverfissvið, skipulagsdeild Kópavogs, notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn bæjarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.

Dalvegur 20
Tímabil
23. nóvember - 29. desember 2023