- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 22. júní 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Byko við Skemmuveg. Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m². Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m² Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 4. júní 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.
Kynning hefst þann 26. júní 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 10. ágúst 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin