Breiðahvarf 2

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. október 2024 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Breiðahvarf.

Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43.

Tillagan er sett fram í uppdráttum í mkv. 1:2000, 1:750 og 1:500 dags. 3. október 2024. Nánar er vísað til kynningargagna.

Ofangreind tillaga er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is, málsnr. 223/2025.  Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með tölvupósti á netfangið skipulag@kopavogur.is

Breiðahvarf 2
Tímabil
27. febrúar til 11. apríl 2025
Kynningargögn
Breiðahvarf 2