Borgarlínan vinnslutillaga. Rammahluti ASK KÓP.

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með kynnt vinnslutillaga að Borgarlínu, rammahluta Aðalskipulags Kópavogs.

Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var lögð fram að nýju vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitafélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna. 

Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogs og í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.  Á fundi bæjarstjórnar 9. febrúar 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynning hefst þann 15. febrúar 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 mánudaginn 31. maí 2021.

 

Kynningarfundur 22.febrúar

Borgarlínan vinnslutillaga. Rammahluti ASK KÓP.
Tímabil
15. febrúar 2021 - 31. maí 2021