Boðaþing 5-13

Nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kynning á tillögu að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 1-13.

Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyrir aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulags.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 15. ágúst 2021.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skipulagsdeildar í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um tillöguna á heimasíðu bæjarins:

Kynningarfundur verður í félagsmiðstöðinni Boðanum þann 12. október 2022 milli kl. 17-18 þar sem tillagan verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 4. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Boðaþing 5-13
Tímabil
17. september 2022 - 4. nóvember 2022