- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kynning á tillögu að breyttu deiliskipulagi Bakkabraut 9 - 23, reitur 8 Kársnesi.
Breytingin nær til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum verði færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum.
Kynningaruppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022, breytt 29. september 2022., ásamt tillögu að breyttum byggingaráformum dags. 29. september 2022.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skipulagsdeildar í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um tillöguna á heimasíðu bæjarins:
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 2. desember 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin