- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsráð Kópavogs samþykkti þann 18. október 2021 að kynna vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar 1, 2, 3, Þinghólsbrautar 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæðinu á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m².
Vinnslutillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Athugið - Endurskoðað fyrirkomulag kynningarfundar.
Opnu húsi/kynningarfundi verður frestað til 3. febrúar 2022. Fyrirkomulag fundarins verður auglýst frekar þegar nær dregur og í samræmi við gildandi reglugerð um takmörkun á samkomum. Kynningartími er jafnframt lengdur til 17. febrúar 2022.
Kynning hefst þann 5. nóvember 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 17. febrúar 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Rafrænn kynningarfundur um vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi við Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79
(Reitur 13) var haldinn 30.nóvember kl. 17 og var streymt frá vefsíðu Kópavogsbæjar.
Athugið - vegna endurskoðað fyrirkomulag kynningarfundar.
Kynningarfundir vegna vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi. Opið hús í safnaðarheimili Kópavogskirkju 10. febrúar kl. 16 til 17 og kl. 17:15 til 18:15, þar sem tillagan verður kynnt og fyrirspurnum svarað.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin