- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar 30. maí sl. var samþykkt tillaga að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga, með áorðnum breytingum dags. 13. maí 2022 og umsögn um innsendar athugasemdir og umsagnir stofnana dags. 13. maí 2022. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogsbæjar 14. júní 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Tillagan var einnig samþykkt á fundi borgarráðs Reykjavíkur 7. júlí 2022.
Deiliskipulagið tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2022
Nánari upplýsingar um feril málsins, umsögn um innsendar athugasemdir á kynningartíma dags. 13. maí 2022 og breyttan uppdrátt dags. 13. maí 2022, er að finna á vefsíðu Kópavogsbæjar: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu
Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á.
Kærufrestur er einn mánuður frá því málsaðila er gerð grein fyrir niðurstöðu málsmeðferðar.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin