Vinabæjanefnd

97. fundur 27. janúar 2010 kl. 15:30 - 16:30 Litli salur 2. hæð
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard deildarstjóri
Dagskrá

1.1001209 - Nordisk Platform

Linda Udengård gerði grein fyrir fundi sem haldinn var 22. janúar 2010 í vinnuhópi Nordisk Platform, í Kaupmannahöfn.  Nefndin leggur áherslu á að viðhalda norrænum vinabæjartengslum og verkefnum sem þeim tengjast.

2.1001228 - Vinabæjarmót í Þrándheimi 14. - 15. apríl 2010.

Lögð fram drög að dagskrá vinabæjarmóts í Þrándheimi 14. - 15. apríl 2010 þar sem ræða á framtíðarskipulag vinabæjarsamstarfsins.  Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar Kópavogsbæjar taki þátt í þeirri stefnumótunarvinnu.

Fundi slitið - kl. 16:30.