Velferðarráð

104. fundur 27. júní 2022 kl. 16:15 - 17:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri sat einnig fundinn.

Almenn erindi

1.22067375 - Kynning á hæfisreglum ráðsmanna og samskiptareglum kjörinna fulltrúa og starfsmanna

Almenn erindi

2.2206320 - Kosningar í velferðarráð 2022-2026

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. júní 2022 var kosið í velferðarráð 2022 - 2026.

Aðalmenn:
Björg Baldursdóttir
Páll Marís Pálsson
Hjördís Ýr Johnson
Matthías Björnsson
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Hólmfríður Hilmarsdóttir

Varamenn:
Sigurbjörg Vilmundardóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Sigrún Bjarnadóttir
Rúnar Ívarsson
Soumia I Georgsdóttir
Indriði Ingi Stefánsson
Helga Þórólfsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:
Erlendur Geirdal

Varaáheyrnarfulltrúi:
Bergljót Kristinsdóttir

Fomaður var kosinn: Björg Baldursdóttir
Varafomaður var kosinn: Hjördís Ýr Johnson

Almenn erindi

3.1610407 - Erindisbréf velferðarráðs

Erindisbréf velferðarráðs, samþykkt af bæjarstjórn 25. október 2016, lagt fram og kynnt.
Lagt fram.
Í ljósi þess að endurskoðun erindisbréfs nefndarinnar stendur yfir, óskar velferðarráð eftir því að eiga aðkomu að þeirri vinnu.

Almenn erindi

4.22067462 - Fyrirkomulag funda velferðarráðs

Drög að fundadagskrá út árið 2022 lögð fram.
Framlögð dagskrá var samþykkt, að viðbættum fundi þann 22. ágúst.

Almenn erindi

5.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Samantekt sviðsstjóra dags. 1.6.2022, stefna velferðarsviðs og aðgerðaáætlun ársins 2022 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Minnisblað sviðsstjóra velferðar- og menntasviðs dags. 22.6.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að sviðsstjórar velferðar- og menntasviðs fái umboð til að ráðstafa framlagi Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu í þágu farsældar barna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:36.