Velferðarráð

88. fundur 23. ágúst 2021 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Verkefnastjóri lýðheilsumála kynnir niðurstöður mælinga úr Mælaborði barna.
Velferðarráð þakkar greinargóða kynningu.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Verkefnastjóri lýðheilsumála kynnir drög að mælaborði lýðheilsu
Velferðarráð þakkar góða kynningu og fagnar því að verið sé að þróa mælaborð sem hluta af innleiðingu lýðheilsustefnu.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2106450 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 09.06.2021, ásamt þar til greindum fylgigögnum, lögð fram til afgreiðslu. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi velferðarráðs og frekari upplýsinga óskað.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri

Þjónustudeild fatlaðra

4.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 25. - 28. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

5.2108553 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 18.06.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

6.2108554 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 21.07.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

7.2108555 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 13.07.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

8.2106583 - Eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanema

Greinargerð deildarstjóra dags. 19.8.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði eftirskólaúrræði til samræmis við tillögu starfsmanna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Velferðarráð telur mikilvægt að fyrir árslok 2021 liggi fyrir áætlun til framtíðar um hvernig eftirskólaþjónustu við framhaldsskólanemendur verði háttað í bæjarfélaginu, m.a. m.t.t. staðsetningar og faglegrar stjórnunar. Velferðarráð leggur áherslu á að slík áætlun verði unnin í samstarfi við menntasvið.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

9.2105166 - Ás styrktarfélag - viðauki við samning um Vinnu og virkni

Viðauki við samning við Ás styrktarfélag lagður fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka við samning við Ás styrktarfélag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

10.2107404 - Þjónusta Landspítala við alvarlega langveik börn

Frá Landspítala, dags. 2.7.21, lagt fram til upplýsingar erindi varðandi þjónustu spítalans við alvarlega langveik börn.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 19.8.21 að vísa erindinu til velferðarráðs til upplýsingar.
Bókun bæjarráðs:
"Í bréfi landsspítalans til sveitarfélaganna er verið að tilkynna einhliða að stofnunin ætlar Rjóðrinu ekki að sinna hlutverki sínu hvað varðar hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum gagnvart langveikum börnum eins og verið hefur frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir að Landsspítalinn ætli að draga úr þjónustu við þennan viðkvæmasta hóp barna og koma henni og þar með kostnaðinum yfir á sveitarfélögin. Bæjarráð Kópavogs telur nauðsynlegt að starfsemi og þjónusta Róðursins haldist óbreytt og þjónusta Landspítalans við Langveik börn verði tryggð. Mikilvægt er að Sambandið og landshlutasamtök sveitarfélaga taki þetta mál föstum tökum, taki upp viðræður við heilbrigðisráðherra og tryggi áframhaldandi gott og mikilvægt starf Rjóðursins."

Lagt fram.
Velferðarráð tekur undir bókun bæjarráðs.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

11.2108773 - Fyrirspurn um upplýsingagjöf og þjónustu til foreldra fatlaðra barna

Svar við fyrirspurn Donötu H. Bukowska og Kristínar Sævarsdóttur dags. 28.6.21 lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Donata Honkowicz Bukowska og Kristín Sævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarfélagið þarf að jafna aðstöðumun búsetuforeldra og lögheimilisforeldra. Það er ekki í anda barnalaga að búsetuforeldri með forsjá þurfi að sækja eða veita upplýsingar um barn sitt eftir öðrum leiðum en lögheimilisforeldri. Nauðsynlegt er að gagnagrunnar og upplýsingakerfi bæjarins taki mið af rétti beggja foreldra til að sinna málum barna sinna.
Einnig er það gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að búsetuforeldri fái ekki aðgang að fundum sem stofnanir bæjarins halda með lögheimilisforeldri um málefni barns.
Það er hag barna fyrir bestu að foreldrar með sameiginlega forsjá búi við sambærileg skilyrði af hálfu sveitarfélags hvað varðar aðgengi að upplýsingum um málefni barnsins."

Hlé var gert á fundi kl.17:36.
Fundi var fram haldið kl.17:48.

Karen E. Halldórsdóttir, Halla Kari Hjaltested, Baldur Þór Baldvinsson og Björg Baldursdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Foreldrar eiga almennt rétt á öllum upplýsingum um barnið nema ef hagsmunir foreldris þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef upplýsingagjöf telst skaðleg fyrir barn.
Þjónusta til fatlaðra barna er veitt óháð dvalarstað, þ.e. þjónustan er veitt á sama hátt og hún er á lögheimili, þó alltaf í samráði við foreldra og forsjáraðila og eins og hentar best á hverjum stað.
Sveitafélög þurfa jafnframt að vera tilbúin til þess að koma til móts við lagabreytingar á barnalögum um skipta búsetu barna."


Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:07

Þjónustudeild fatlaðra

12.2108633 - Handbók um notendasamráð

Handbók um notendasamráð, sem gerð var af Landssamtökunum Þroskahjálp lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð óskar eftir því að handbókin verði send starfsmanni og nefndarmönnum í notendaráði fatlaðs fólks til upplýsingar.

Þjónustudeild aldraðra

13.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 26. - 30. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

14.2108725 - Heilsuefling aldraðra. Aðgerðaáætlun

Aðgerðaáætlun heilbrigðisráðuneytis lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

15.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Minnisblað sviðsstjóra dags. 17.8.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Fundi slitið.