Ungmennaráð

34. fundur 23. janúar 2023 kl. 18:05 - 19:50 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Ragnhildur Sóley Jónasdóttir aðalmaður
  • Hjalti Snær Rúnarsson aðalmaður
  • Vanessa Dalila Maria R. Blaga aðalmaður
  • Karen Lind Stefánsdóttir aðalmaður
  • Katrín Ýr Erlingsdóttir aðalmaður
  • Kolfinna Björt Þórðardóttir aðalmaður
  • Almar Logi Ómarsson aðalmaður
  • Árný Dögg Sævarsdóttir aðalmaður
  • Elí Tómas Kurtsson aðalmaður
  • Unnur Helga Haraldsdóttir aðalmaður
  • Arnaldur Kári Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Ólafur Atlason aðalmaður
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
  • Áslaug Einarsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar.
Dagskrá

Almenn mál

1.2301340 - Ungmennaráð-Strætó

Ungmennaráð óskar eftir umræðu um Strætó.
Ungmennaráð þakkar Andra Steini Hilmarsyni bæjarfulltrúa og fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Strætó fyrir gott samtal. Starfsmaður ungmennaráðs mun koma ábendingum ráðsins til fulltrúa Kópavogsbæjar í Strætó.

Gestir

  • Andri Steinn Hilmarsson - mæting: 18:30

Almenn mál

2.2301344 - Ungmennaráð-Barna- og ungmennaþing 2023

Undirbúningur á barna- og ungmennaþingi, sem ungmennaráð tekur þátt í og stendur að einu sinni á ári.
Fulltrúar grunnskóla/félagsmiðstöðva í ungmennaráði taka þátt í undirbúningi á Skólaþingi í sínum skóla, og munu einnig koma inn á Barnaþing. Fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og Ungmennahúss Molans munu standa að sameiginlegu ungmennaþingi sem stefnt er á að halda í mars nk.

Almenn mál

3.2301341 - Ungmennaráð- Önnur mál

Fulltrúar ungmennaráðs óska eftir umræðu um sparkvelli og aðstöðumun félagsmiðstöðva.
Starfsmaður ungmennaráðs kemur athugasemdum sem fram komu á fundinum um sparkvelli áleiðis til þeirra sem það á við. Rætt var um aðstöðu í félagsmiðstöðvum og ungmennaráð upplýst um fyrirhugaðar umbætur sem áætlaðar eru.

Fundi slitið - kl. 19:50.