Ungmennaráð

8. fundur 11. febrúar 2019 kl. 18:06 - 19:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sóley Erla Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Davíð Fannar Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Halldís Sigurðard. Hjaltested aðalfulltrúi
  • Kjartan Sveinn Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Katrín Rós Þrastardóttir aðalfulltrúi
  • Unnur María Agnarsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðríður María Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Alexander Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Sana Salah Karim aðalfulltrúi
  • Kristófer Breki Halldórsson aðalfulltrúi
  • Sóley Þórarinsdóttir aðalfulltrúi
  • Stefán Daði Karelsson aðalfulltrúi
  • Viktoría Georgsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri ítk
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1901117 - Ungmennaráð Kópavogs 2019

Þjónusta við ungmenni-Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs og Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar.
Fulltrúar ungmennaráðs skiptu sér í tvo vinnuhópa þar sem rætt var almennt um þjónustu við ungmenni í Kópavogi og hvernig fulltrúar ráðsins sjá starfssemi Ungmennahús Molans nýtast í samhengi við þjónustu við ungmenni. Meðal þess sem var rætt var skipulagt starf, aðgengi að Molanum og að ungmennahúsið sé betur kynnt og auglýst fyrir ungu fólki. Tillögur úr vinnuhópum verða sendar á fulltrúa ráðsins.

Katrín Rós Þrastardóttir kom inn á fund kl. 18:23.

Kjartan Sveinn Guðmundsson kom inn á fund kl. 18: 31.

Anna Birna Sveinbjörnsdóttir fór af fundi kl. 19:00.

Gestir

  • Theódóra Þorsteinsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Staðan á innleiðingu barnasáttmálans-upplýsingar frá fulltrúum ungmennaráðs sem sitja í stýrihóp um innleiðingu barnasáttmálans.
Ráðið upplýst um vinnu verkefnastýrihóps í tengslum við innleiðingu barnasáttmálans. Verið að skoða hálfsdagsnámskeið ætlað fulltrúum ungmennaráðs 7.mars kl. 13:00-17:00 í tengslum við innleiðingu barnasáttmálans. Starfsmaður ungmennaráðs sendir fundarboð og frekari upplýsingar.

Viktoría Georgsdóttir kom inn á fund kl. 18:46.

Almenn mál

3.1902046 - Opinn fundur Ungmennaráð Kópavogs 2019

Opinn fundur Ungmennaráð Kópavogs- undirbúningur og skipulag fundar.
Rætt um markmið með ungmennaþinginu og hvaða málefnum og umræðum vill ráðið ná fram. Þingið verði ætlað aldrinum 13-20 ára og það haldið í Álfhólsskóla 13.mars 2019. Lagt til að verkefnafundur verður haldinn í tengslum við undirbúning ungmennaþings. Starfsmaður í samvinnu við ráðið finnur tíma.

Almenn mál

4.1901117 - Ungmennaráð Kópavogs 2019

Fulltrúar ungmennaráðs kjósa um hvort tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð fái fundarboð á alla formlega fundi ungmennaráðs.
Theódóra og Hjördís Ýr víkja af fundi á meðan ráðið kýs og koma aftur inn á fund þegar ráðið er búið að kjósa.

Fulltrúar ungmennaráðs samþykkja með öllum greiddum atkvæðum að tengiliðir bæjarstjórnar fái fundarboð á alla formlega fundi Ungmennaráð Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:25.