Umhverfisráð

495. fundur 19. október 2010 kl. 15:00 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Fundargerð bæjarráðs 7. október 2010:
0801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs
1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010
Lagt fram
1009241 - Umhverfisvika í MK
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

2.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Haldin var sameiginleg kynning um sorpmál og fluttu aðilar sem koma að sorpmálum erindi um þeirra sýn á sorpmálum. Fundurinn var haldinn í bæjarstjórnarsalnum kl.15.00.
Jón Frantsson kynnti þriggja tunnu sorphirðukerfi Íslenska gámafélagsins. Elías Ólafsson kynnti tveggja tunnu sorphirðukerfi Gámaþjónustunnar og Björn Halldórsson kynnti hugmyndir um sorphirðukerfi Sorpu bs.

Umhverfisráð þakkar aðilunum kynninguna og leggur til við bæjarráð að Framkvæmda- og tæknisvið og Skipulags- og umhverfissvið vinni að tillögu um framtíð sorpmála í Kópavogi. Einnig verði haldinn fundur með íbúum Nónhæðar.

3.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Á fundi bæjarráðs 22. maí 2008 var tilraunaverkefnið ""Hugsum áður en við hendum"" samþykkt og óskað eftir því að það yrði kynnt sérstaklega í umhverfisráði. Með tilvísan í bókun bæjarráðs 22. maí 2008 óskði umhverfisráð eftir kynningu um verkefnið. Jón Þór Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins gerði grein fyrir verkefninu.
Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var málið lagt fram á ný og gerð var grein fyrir stöðu mála í tilraunaverkefninu ""Hugsum áður en við hendum"" í Nónhæð. Umhverfisráð óskar eftir því við Skipulags- og umhverfissvið að það afli upplýsinga um stöðu sorphirðumála í bænum.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2009 mun Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar kynna stöðu sorpmála hjá Kópavogsbæ og árangur tilraunaverkefnisins í Nónhæð ""Hugsum áður en við hendum"".
Með tilvísan í íbúafund íbúa í Nónhæð með Íslenska Gámafélaginu og fulltrúum frá Kópavogsbæ sem haldinn var 14. október 2009 gengur verkefnið mjög vel og íbúar flestir mjög ánægðir.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2010 heldur GÍ kynningu á verkefninu og hver næstu skref gætu orðið.

Á kynningarfundi um sorphirðukerfi var farið yfir gang verkefnisins í Nónhæðinni. Flokkunin gengur vel en flokkunarhlutfallið er að um 50% úrgangs fer í endurvinnslu. Vegna athugasemda sem borist hafa frá íbúum er búið er að fjölga losunardögum, einnig er stefnt að fundi með íbúum sem fyrst.

4.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 var lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu var óskað eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði. Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu. Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S. Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S. Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskaði eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs lögð fram um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkti stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísaði málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð lagði til að málinu yrði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi. Á fundi bæjarráðs 16. apríl 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt. Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt samningi á milli Kópavogsbæjar og S. Helgasonar sem nú innihélt vinnslugjald.
Samningsdrögin voru samþykkt og námugjald og vísað til bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 9. júlí 2009 voru samningsdrögin samþykkt.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var lögð fram úttekt á svæðinu og staða málsins kynnt.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samningur um grjótnámið verði uppfylltur hvað varðar verktryggingu og frágang svæðisins og að frekara grjótnám fari ekki fram fyrr en þessi skilyrði verði uppfyllt.
Á fundi bæjarráðs 7. október 2010 var tillaga umhverfisráðs samþykkt.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2010 er málið lagt fram á ný.

Fyrirtækið S. Helgason er búið að uppfylla skilyrði samningsins hvað varðar verktryggingu og frágang og umhverfisráð felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að vinna að endurskoðun samningsins.

 

5.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð var fram tillaga að áætlun um útikennslusvæði fyrir skóla í Kópavogi. Lagt var til að í ár verði gerð þrjú til fjögur útikennslusvæði til viðbótar þeim tveimur sem þegar eru komin. Gert er ráð fyrir að grunnskólar og leikskólar geti samnýtt svæðin en nú þegar liggja fyrir umsóknir frá ýmsum leik- og grunnskólum.
Málinu frestað og umhverfisráð óskaði eftir ítarlegri gögnum.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var staða málsins og drög að áætlun um útikennslusvæði kynnt.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir fundum með skólastjórum leikskóla og grunnskóla og kynnti stöðu málsins. Unnið verði áfram að málinu.
Á fundi umhverfisráðs 3. maí 2010 voru lokadrög að áætlun um útistofur í Kópavogi lögð fram.
Umhverfisráð samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til umsagnar leikskóla- og skólanefndar.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 voru lögð fram drög að áætlun um útfærslu og kostnað vegna náttúrustofa í Kópavogi ásamt umsögnum skólanefndar og leikskólanefndar.
Málið kynnt og óskað var eftir umsögn frá skipulags- og umhverfissviði.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2010 er umsögn skipulags- og umhverfissviðs lögð fram.

Umhverfisráð samþykkir "Áætlun um uppbyggingu á náttúrustofum/útikennslusvæðum í Kópavogi" og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1006080 - Grænt bókhald 2009

Á fundi umhverfisráðs eru drög að grænu bókhaldi ársins 2009 lagt fram. Í grænu bókhaldi fyrir Kópavogsbæ eru birtar upplýsingar um ýmsa umhverfisþætti í rekstri bæjarfélagsins.

Umhverfisfulltrúi kynnti drögin og vinnur áfram að málinu.

7.1010288 - Kynning á þjónustu UMÍS

Lagt er fram bréf dags. 4. október 2010 um kynningu á starfsemi UMÍS, umhverfisráðgjöf Íslands ehf.

Lagt fram.

Önnur mál:
Verkefni umhverfisráðs á árinu 2011. Lagt var fram minnisblað umhverfisfulltrúa til umræðu vegna vinnu við fjárhagsáætlunargerð Kópavogsbæjar.

''Fulltrúar sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Umhverfisráði harma þá tímasetningu sem valin var f

Fundi slitið - kl. 18:30.