Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins.
Tilnefningar kynntar og málið rætt.
Á fundi umhverfisráðs 28. júní 2010 var farið í rútuferð og þeir staðir skoðaðir sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga.
Staðirnir voru skoðaðir og ákveðið hverjir skyldu fá viðurkenningu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst verður farið yfir afhendingu umhverfisviðurkenninganna.
Farið var yfir skipulag viðurkenninganna og dagskrá.
Á fundi umhverfisráðs 26. ágúst 2010 voru umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs 2010 afhentar.