Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 er lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu felst að óskað er eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu.Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskar eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu.Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs lögð fram um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkir stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísar málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð leggur til að málinu verði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi. Á fundi bæjarráðs 16. apríl 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt.Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt samningi á milli Kópavogsbæjar og SH Helgasonar sem nú inniheldur vinnslugjald
Lagðar fram tilnefningar að viðurkenningum árið 2009. Samþykkt. Umhverfisráð samþykkir að verðlaunaafhendingin mun fara fram 20. ágúst kl 16:00. Ennfremur er lögð fram tillaga umhverfisráðs að götu ársins 2009.