Umhverfisráð

496. fundur 15. nóvember 2010 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Fundargerð bæjarráðs 21. október 2010:
1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi
Bæjarráð vísaði áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

2.1011169 - Starfs- og fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs 2011.

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2011 voru lögð fram drög sviðsstjóra að starfs- og fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs 2011.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir drögum starfs- og fjárhagsáætlun 2011. Umhverfisráð fór yfir verkefnalistann og gerði athugasemdir.  Umhverfisráð felur sviðsstjóra að skila fyrirliggjandi tillögu til bæjarráðs.

3.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. nóvember 2010. Erindið fjallar um umgengni á atvinnusvæðum á Kársnesi.

Umhverfisráð felur Skipulags- og umhverfissviði að fylgja eftir bréfi Heilbrigðiseftirlits, með áskorun til lóðarhafa um bætta umgengni.

 

4.1004313 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var lagt fram erindi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 8. nóvember 2010 um starfssvið stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Með tilvísan í lög nr. 44/1999 um náttúruvernd og auglýsingu um fólkvang í Bláfjöllum í Stjórnartíðindum B- deildar nr. 173/1985 vill umhverfisráð benda á mikilvægi þess að yfirfara allt verklag um stjórn fólkvangsins. Umhverfisráð óskar eftir því að sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs ræði við stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs og Umhverfisstofnun þar að lútandi.

5.1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010

Á fundi umhverfisráðs 24. júní 2010 kynnti Skipulags- og umhverfissviðs verkefnið Evrópsk samgönguvika 2010 sem haldin verður vikuna 16- 22. september 2010.
Lagt fram og kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 var málið lagt fram á ný.
Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála og var falið að vinna áfram í málinu.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var farið yfir dagskrá og viðburði vikunnar.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hraða verði endurbótum á almenningssamgöngum í bænum. Slíkt er forsenda þess að íbúar geti ferðast um á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var farið yfir niðurstöður könnunar á ferðavenjum sex ára barna til skóla í Kópavogi.

Lagt fram og kynnt.

6.1009239 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2010

Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 15. september 2010. Boðað er til 3. lögbundis fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Borgarnesi, 29. október 2010.
Lagt fram og kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var málið lagt fram á ný.

Formaður umhverfisráðs greindi frá nýliðnum fundi.

7.1011284 - Úttekt á stöðu friðlýstra svæða í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var lagt fram erindi Umhverfisstofnunar um úttekt á friðlýstum svæðum í Kópavogi. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum frá Kópavogsbæ.

Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna að málinu.

8.1001152 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2010.

Fundargerð Reykjanesfólkvangs 27. október 2010 lögð fram.

Lagt fram.

Önnur mál:
- Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs lögð fram.
- Þrjár Náttúrustofur voru formlega opnaðar í Kópavogi, Asparlundur í Fossvogsdal, Magnúsarlundur og útisvæði við Rjúpnahæð.

Fundi slitið - kl. 18:30.