Umhverfisráð

483. fundur 16. nóvember 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.911018 - Samstarfsverkefni GFF og Kópavogsbæjar

Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri GFF kynnir tillögu að samstarfsverkefni milli Kópavogsbæjar og GFF um skógrækt og landgræðslu.

Umhverfisráð þakkar kynninguna.

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 28. apríl 2008 kynntu Rúnar Bjarnason og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti (áður VGK - Hönnun) grunn að stefnumiðum fyrir endurskoðað Aðalskipulag Kópavogs. Lagt fram á ný. Tillaga sviðstjóra að sameiginlegum fundi og hópferð umhverfisráðs, skipulagsnefndar og byggingarnefndar um byggðarsvæði Kópavogs, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogsbæjar kynnt. Á fundi skipulagsnefndar 28. maí 2008 með umhverfisráði og byggingarnefnd var ekið um byggðasvæði Kópavogs. Í upphafi rakti skipulagsstjóri forsendur og fór síðan yfir verkefnið og tiltók landssvæði sem yrðu til umfjöllunar við vinnuna. Kynnti samspil við endurskoðun Staðardagskrár 21 og fundi og kynningar sem framundan eru. Rúnar Bjarnason frá Mannviti rakti tímaáætlun og vinnuferli. Skrifstofustjóri framkvæmda-og tæknisviðs lýsti eignarhaldi á landi og skýrði lögfræðileg álitamál. Formaður umhverfisráðs ræddi samspil vinnu við endurskoðun aðalskipulags og endurskoðun Staðardagskrár 21. Þakkaði jafnframt góðan fund. Formaður skipulagsnefndar óskaði frjórrar umræðu um stórt málefni og vænti góðs samstarfs um verkefnið. Sagði að gæti komið til greina að fara aðra slíka ferð eða jafnvel skoðun á sérstökum svæðum. Þakkaði góðan fund. Málið tekið upp að nýju. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 reifaði sviðsstjóri málið. Lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins; drög að stefnumörkun aðalskipulagsins; matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun en samkvæmt því er áætlað að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir í lok mars 2009. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 kynnti Rúnar D. Bjarnason stöðu mála.
Á fundi umhverfisráðs 30. mars 2009 kynnti sviðsstjóri stöðu vinnunar við endurskoðun Aðalskipulagsins.
Drög að áfangaskýrslu 2 lögð fram.
Á fundi umhverfisráðs 4. maí 2009 var staða vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 er lögð fram tillaga að íbúafundi vegna endurskoðunarinnar.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi íbúafundanna.

3.910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.

Lagt er fram erindi frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 12/10, þar sem óskað er umsagnar um fyrirhugað verkefni VSÓ Ráðgjafar við Eldfjallagarð á Reykjanesskaga.
Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

Lagt fram og frestað.

4.911269 - Utanvegaakstur

Borið hefur á auknum utanvegaakstri í landi Kópavogs sem og á öllu Íslandi sér í lagi á síðasta ári. Í fundargerð Reykjanesfólkvangs 24. sept. 2009 var lagt til að fara eigi í mun harðari afstöðu gegn utanvegaakstri en áður hefur verið gert. Umhverfisráðuneyti hefur komið af stað sérstöku átaksteymi vegna þessa.

Umhverfisráð óskar eftir því við Skipulags- og umhverfissvið að gerð verði úttekt á bæjarlandinu samanber ofangreint.

5.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Lagt fram erindi frá bæjarritara, dags. 16/9, tillaga um ný heiti sviða og samræmingu stöðuheita yfirmanna.
Bæjarráð vísar tillögu um heiti sviða til ÍTK, lista- og menningarráðs, skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar til umsagnar.
Lagt fram og kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að nýju heiti Skipulags- og umhverfissviðs.

Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að ef breyta á nafni sviðsins verði það umhverfissvið.

6.902196 - Hrafnaþing, fyrirlestrar

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og eru á dagskrá yfir vetrartímann annan hvern miðvikudag. Dagskrá Hrafnaþings 2009- 2010 lögð fram.

7.911011 - Staðardagskrá 21

Lögð er fram til kynningar endurskoðuð Staðardagskrá 21 fyrir Mosfellsbæ.
Önnur mál:
Lögð er fram skýrsla unnin í samstarfi Stykkishólmsbæjar og Náttúrustofu Vesturlands um ágengar plöntur í Stykkishólmi.

Vakin er athygli á ráðstefnunni ''Umbúðalaus umræða - Málþing um neyslu og úrgangsmál'' föstudaginn 20. nóvember 2009. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu, Sunnusal f

Fundi slitið - kl. 18:30.