Umhverfisráð

482. fundur 19. október 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.910206 - Kjör varaformanns umhverfisráðs

Á fundi umhverfisráðs 19. október 2009 er á dagskrá kosning varaformanns umhverfisráðs.

Formaður leggur til að Sigurjón Jónsson verði kjörinn varaformaður umhverfisráðs. Umhverfisráð samþykkir tillöguna.

2.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Á fundi bæjarráðs 22. maí 2008 var tilraunaverkefnið ""Hugsum áður en við hendum"" samþykkt og óskað eftir því að það yrði kynnt sérstaklega í umhverfisráði. Með tilvísan í bókun bæjarráðs 22. maí 2008 óskar umhverfisráð eftir kynningu um verkefnið. Jón Þór Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins gerði grein fyrir verkefninu.
Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 er málið lagt fram á ný og gerð grein fyrir stöðu mála í tilraunaverkefninu ""Hugsum áður en við hendum"" í Nónhæð. Umhverfisráð óskar eftir því við Skipulags- og umhverfissvið að það afli upplýsinga um stöðu sorphirðumála í bænum.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2009 mun Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar kynna stöðu sorpmála hjá Kópavogsbæ og árangur tilraunaverkefnisins í Nónhæð ""Hugsum áður en við hendum"".

Með tilvísan í íbúafund íbúa í Nónhæð með Íslenska Gámafélaginu og fulltrúum frá Kópavogsbæ sem haldinn var 14. október 2009 gengur verkefnið mjög vel og íbúar flestir mjög ánægðir.

3.910066 - Vöktun á lífríki í Fossvogi og Kópavogi

Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs og Haraldur Rafn Ingvason kynna vöktunarverkefni sem nú er unnið að á lífríki í Fossvoginum og umhverfi Kársness í tengslum við frekari skipulagsvinnu þar.

Umhverfisráð þakkar góða kynningu og óskar eftir að fá að vera upplýst um framgang verkefnisins.

4.808021 - Friðlýsing Skerjafjarðar. Umhverfisstofnun óskar eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Á fundi bæjarráðs 24. september 2009 var lagt fram bréf frá umhverfisstofnun, dags. 16/9, varðandi vinnu við friðlýsingu Álftaness - Skerjafjarðar í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008. Í bréfinu er óskað eftir fundi með umhverfisráði vegna málsins. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar hjá umhverfisráði.

Umhverfisráð fagnar framkominni hugmynd en telur nauðsynlegt að hún fái umfjöllun á vettvangi SSH þar sem hún nær til alls Skerjarfjarðarsvæðisins.  Umhverfisráð bendir á að nú þegar hefur stór hluti Skerjarfjarðarins verið verndaður með tilvísan í náttúru og umhverfi sbr. yfirlitsuppdrátt sem unninn var af Skipulags- og umhverfissviði Kópavogs. Umhverfisráð telur að hugmyndir um enn frekari verndun fjarðarins séu af þeim toga að þær muni hafa áhrif á skipulag í firðinum og umhverfis hann og hvetur því til umræðu um hugmyndina á vettvangi Samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

 

5.909209 - Grænt Kópavogskort

Lagt er fram erindi Guðrúnar Tryggvadóttur f.h. Náttúrunnar. Óskað er eftir því að fá að kynna verkefnið Grænt kort.
Umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu. Umhverfiráð felur Skipulags- og umhverfissviði að vinna frekar að málinu.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2009 er málið lagt fram að nýju.

Umhverfisráð vísar málinu til atvinnu- og upplýsinganefndar.

6.811297 - Elliðavatn umhverfi, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lögð fram tillaga bæjarskipulags að forsögn og afmörkun skipulagssvæðis fyrir deiliskipulag umhverfi Elliðavatn.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að vinna áfram að tillögunni og vísar henni til umfjöllunar í umhverfisráði.

Umhverfisráð fagnar því að hafin sé vinna við gerð umhverfisskipulags við Elliðavatn og óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu málsins. Umhverfisráð mælist til þess að skoðaðir verði aðrir möguleikar en malbikaður stígur í kring um Elliðavatn.

7.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Lagt fram erindi frá bæjarritara, dags. 16/9, tillaga um ný heiti sviða og samræmingu stöðuheita yfirmanna.
Bæjarráð vísar tillögu um heiti sviða til ÍTK, lista- og menningarráðs, skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar til umsagnar.

Lagt fram og kynnt.

8.904002 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2009

Fundargerð Reykjanesfólkvangs 24. september 2009 lögð fram.

Lagt fram.

9.908042 - Ársrit Skógræktar Ríkisins 2008.

Ársrit Skógræktar Ríkisins 2008 lagt fram.

Lagt fram.

10.910052 - Umhverfi og auðlindir-skýrsla

Lögð fram skýrsla umhverfisráðuneytis um Umhverfi og auðlindir. Skýrslan fjallar um stöðu umhverfismála á Íslandi og var til umfjöllunar á umhverfisþingi 2009. Í skýrslunni kemur fram ítarleg greining á ástandi og þróun í umhverfismálum á Íslandi.

 Lagt fram.

11.910053 - Ráðstefna um úrgangsmál

Ráðstefna um úrgangsmál á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík kl 13.00- 17.00 þann 21. október.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.