Umhverfisráð

497. fundur 29. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Til fundar með umhverfisráði mættu þau Guðríður Þorvarðardóttir frá Umhverfisstofnun, Sigurður Ármann Þráinsson frá Umhverfisráðuneytinu og Hilmar Malmquist frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Almenn erindi

1.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar

Mál er varðar friðlýsingu Álftaness - Skerjafjarðar í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008 hefur verið til umfjöllunar í umhverfisráði.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 var málið lagt fram á ný.

Guðríður Þorvarðardóttir frá Umhverfisstofnun og Sigurður Ármann Þráinsson kynntu verkefnið um friðlýsingu Skerjafjarðar, reglur og næstu skref við friðlýsingu svæðisins og Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs kynnti svæðið út frá náttúru og hvaða áhrif friðlýsing hefur á það. Umhverfisráð þakkar þeim komuna og felur skipulags- og umhverfissviði áframhaldandi vinnu við friðlýsingu svæðisins og að fundað verði með þeim sveitarfélögum sem hlut eiga að máli.

Almenn erindi

2.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2010 var lögð fram tillaga að stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi dags. 21. janúar 2010. Í tillögunni koma fram ýmis átaksverkefni sem marka framtíðarsýn umhverfismála í Kópavogi. Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 var tillaga að umhverfisyfirlýsingu Kópavogs, umhverfisstefnu og áætlun til næstu ára lögð fram.
Lagt fram til kynningar og vinnufundur ákveðinn 15. mars 2010.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var staða málsins kynnt.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram ný drög af umhverfisstefnu Kópavogs samkvæmt tillögu vinnuhópsins. Óskað eftir athugasemdum og tillögum fyrir næsta fund.
Á fundi umhverfisráðs 3. maí 2010 eru drögin lögð fram á ný.
Drög að umhverfisstefnu Kópavogs lögð fram og rædd.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 eru ný drög að umhverfisstefnu Kópavogsbæjar lögð fram.

Umhverfisráð samþykkir umhverfisstefnu Kópavogsbæjar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Almenn erindi

3.1006080 - Grænt bókhald 2009

Á fundi umhverfisráðs 19. október 2010 voru drög að grænu bókhaldi ársins 2009 lögð fram. Í grænu bókhaldi fyrir Kópavogsbæ eru birtar upplýsingar um ýmsa umhverfisþætti í rekstri bæjarfélagsins.
Umhverfisfulltrúi kynnti drögin og vinnur áfram að málinu.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 var grænt bókhald 2009 lagt fram.

Umhverfisráð samþykkir grænt bókhald 2009 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Almenn erindi

4.1011284 - Úttekt á stöðu friðlýstra svæða í Kópavogi

Lagt var fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 12. nóvember 2010 um úttekt á friðlýstum svæðum í Kópavogi. Óskað var eftir athugasemdum og ábendingum frá Kópavogsbæ.

Umhverfisráð samþykkir framlagðar ábendingar Skipulags- og umhverfissviðs.

Almenn erindi

5.1011347 - Ársskýrsla umhverfisráðs 2010

Samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd ber náttúruverndarnefndum að skila inn ársskýrslu til Umhverfisstofnunar í lok hvers árs. Drög að ársskýrslu umhverfisráðs 2010 eru lögð fram.

Umhverfisráð samþykkir drög að ársskýrslu umhverfisráðs og felur umhverfisfulltrúa að ljúka skýrslunni og senda áfram til Umhverfisstofnunar.

Önnur mál:
Umhverfisvika í MK
Formaður umhverfisráðs og umhverfisfulltrúi mættu til lokafundar með nefnd Menntaskólans í Kópavogi vegna umhverfisvikunnar. Aðilar voru sammála því að vikan gekk vel og mikil ánægja var með hana. Ákveðið var að halda þessa viku aftur að ári liðnu.

Velferð til framtíða

Fundi slitið - kl. 19:00.