Umhverfisráð

476. fundur 06. maí 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 28. júní 2006 var lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 1. ágúst 2006 var lögð fram tillaga KRark. að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á Glaðheimasvæðinu.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er tillagan samþykkt ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 30. október 2006 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er fallið frá tillögunni vegna breytinga á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 eru lögð fram til kynningar drög bæjarskipulags Kópavogs að deiliskipulagi Glaðheimasvæðisins, sem byggir á hugmyndum lóðarhafa norðursvæðis reitsins um útfærslur sem unnar hafa verið af teiknistofunni Arkís og lagðar eru til grundvallar skipulags norðursvæðisins. Deiliskipulagstillagan nær til suður- og norðursvæðisins.
Deiliskipulagssvæðið nær til 12,5 ha lands og afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Bæjarlind í norður, Bæjarlind 1-3 og athafnasvæði við Akra- og Askalind til austurs og fyrirhuguðum Arnarnesvegi til suðurs. Innan marka þess er nú athafnasvæði Hestamannafélagsins Gusts; hesthús og gerði, skeiðvöllur og reiðskemma. Samkvæmt fasteignamatsskrá eru á svæðinu um 12,500 m2 í sérhæfðu húsnæði. Í tillögunni felst að opið svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi) er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.
Aðkoma verður að svæðinu frá Bæjarlind, Lindarvegi og frá Arnarnesvegi. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir bæði gangandi og akandi umferð frá Hæðasmára. Um svæðið liggur ný tengibraut frá Arnarnesvegi að Bæjarlind.
Áætlað er að á svæðinu verði byggðir um 100.000 m2 í húsnæði sem verður 2ja hæða og allt að 32 hæðir. Einnig er áætlað að byggðar verði um 245 íbúðir í austurhluta norðursvæðis. Áætluð nýting svæðisins er 1,25 en nýting einstakra reita eða lóða innan þess verður á bilinu 1,0 til 2,3. Áætlað er að á svæðinu verði um 4,200 bílastæði eða 1 stæði á hverja 35 m2 í húsnæði. Miðað er við að stór hluti bílastæða verði í bílgeymslum neðanjarðar.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 10 mars 2009.
Vísað er jafnframt í áfangaskýrslu um umferðarsköpun og áhrif á gatnakerfi dags. desember 2007 frá Almennu verkfræðistofunni, minnisblað um umferð dags. 6. október 2008 um deiliskipulag Reykjanesbrautar og greinargerð með breytingu á Svæðisskiplagi höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024.
Tillagan byggir á Aðalskipulagi Kópavogs 2000 – 2012 með síðari breytingum samþykkt í B – deild Stjórnartíðinda 16. febrúar 2009. Þar er gert ráð fyrir því að opið svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu og áætlað að á svæðinu verði byggt í heildina um 130.000 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis, sem verður að hluta háreist. Gert er ráð fyrir um 28.000 m2 í íbúðarhúsnæði eða um 245 íbúðum.
Tillagan er lögð fram og kynnt.

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

1.
0701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 28. apríl 2008 kynntu Rúnar Bjarnason og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti (áður VGK - Hönnun) grunn að stefnumiðum fyrir endurskoðað Aðalskipulag Kópavogs. Lagt fram á ný. Tillaga sviðstjóra að sameiginlegum fundi og hópferð umhverfisráðs, skipulagsnefndar og byggingarnefndar um byggðarsvæði Kópavogs, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogsbæjar kynnt. Á fundi skipulagsnefndar 28. maí 2008 með umhverfisráði og byggingarnefnd var ekið um byggðasvæði Kópavogs. Í upphafi rakti skipulagsstjóri forsendur og fór síðan yfir verkefnið og tiltók landssvæði sem yrðu til umfjöllunar við vinnuna. Kynnti samspil við endurskoðun Staðardagskrár 21 og fundi og kynningar sem framundan eru. Rúnar Bjarnason frá Mannviti rakti tímaáætlun og vinnuferli. Skrifstofustjóri framkvæmda-og tæknisviðs lýsti eignarhaldi á landi og skýrði lögfræðileg álitamál. Formaður umhverfisráðs ræddi samspil vinnu við endurskoðun aðalskipulags og endurskoðun Staðardagskrár 21. Þakkaði jafnframt góðan fund. Formaður skipulagsnefndar óskaði frjórrar umræðu um stórt málefni og vænti góðs samstarfs um verkefnið. Sagði að gæti komið til greina að fara aðra slíka ferð eða jafnvel skoðun á sérstökum svæðum. Þakkaði góðan fund. Málið tekið upp að nýju. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 reifaði sviðsstjóri málið. Lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins; drög að stefnumörkun aðalskipulagsins; matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun en samkvæmt því er áætlað að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir í lok mars 2009. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 kynnti Rúnar D. Bjarnason stöðu mála.
Á fundi umhverfisráðs 30. mars 2009 kynnti sviðsstjóri stöðu vinnunar við endurskoðun Aðalskipulagsins.
Á fundi umhverfisráðs 4. maí 2009 voru drög að áfangaskýrslu tvö lögð fram. Staða vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 kynnt.
Vinnufundur umhverfisráðs þar sem SD21 verður samþætt Aðalskipulaginu.

3.901107 - Staðardagskrá 21, 2009

Á fundi umhverfisráðs 17. nóvember 2008 óskaði umhverfisráð eftir því að skipulags- og umhverfissvið vinni að endurskoðun stöðumatsins frá árinu 2001 fyrir Staðardagskrá 21 og leggi það fyrir fund ráðsins í janúar 2009. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar var greint frá þegar hafinni vinnu við gerð stöðumats fyrir Staðardagskrá 21. Óskað hefur verið eftir gögnum frá öllum sviðum bæjarins til að uppfæra stöðumat staðardagskrárinnar. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan febrúar.
Á fundi umhverfisráðs 30. mars 2009 voru drög að stefnulýsingu lögð fram. Umhverfisráð lagði til að samþætta vinnu við Staðardagskrá 21 og Aðalskipulag Kópavogs 2008- 2020.
Á fundi umhverfisráðs 4. maí 2009 var lögð fram stefnulýsing og niðurstöður markmiða úr Staðardagskrá 2003. Staða vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 kynnt.
Vinnufundur umhverfisráðs þar sem SD21 verður samþætt Aðalskipulaginu.

Fundi slitið - kl. 18:30.