Á fundi umhverfisráðs 28. apríl 2008 kynntu Rúnar Bjarnason og Jóna Bjarnadóttir frá Mannviti (áður VGK - Hönnun) grunn að stefnumiðum fyrir endurskoðað Aðalskipulag Kópavogs. Lagt fram á ný. Tillaga sviðstjóra að sameiginlegum fundi og hópferð umhverfisráðs, skipulagsnefndar og byggingarnefndar um byggðarsvæði Kópavogs, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogsbæjar kynnt. Á fundi skipulagsnefndar 28. maí 2008 með umhverfisráði og byggingarnefnd var ekið um byggðasvæði Kópavogs. Í upphafi rakti skipulagsstjóri forsendur og fór síðan yfir verkefnið og tiltók landssvæði sem yrðu til umfjöllunar við vinnuna. Kynnti samspil við endurskoðun Staðardagskrár 21 og fundi og kynningar sem framundan eru. Rúnar Bjarnason frá Mannviti rakti tímaáætlun og vinnuferli. Skrifstofustjóri framkvæmda-og tæknisviðs lýsti eignarhaldi á landi og skýrði lögfræðileg álitamál. Formaður umhverfisráðs ræddi samspil vinnu við endurskoðun aðalskipulags og endurskoðun Staðardagskrár 21. Þakkaði jafnframt góðan fund. Formaður skipulagsnefndar óskaði frjórrar umræðu um stórt málefni og vænti góðs samstarfs um verkefnið. Sagði að gæti komið til greina að fara aðra slíka ferð eða jafnvel skoðun á sérstökum svæðum. Þakkaði góðan fund. Málið tekið upp að nýju. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar 2009 reifaði sviðsstjóri málið. Lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins; drög að stefnumörkun aðalskipulagsins; matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun en samkvæmt því er áætlað að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir í lok mars 2009. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 kynnti Rúnar D. Bjarnason stöðu mála.
Á fundi umhverfisráðs 30. mars 2009 kynnti sviðsstjóri stöðu vinnunar við endurskoðun Aðalskipulagsins.
Drög að áfangaskýrslu 2 lögð fram.
Staða vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 kynnt.