Umhverfisráð

487. fundur 29. mars 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Fundargerð bæjarráðs 25. febrúar 2010:
1002038 - Ferða- og afþreyingariðnaður í Kópavogi. Ósk um afnot af svæði undir starfsemina.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfisráðs.

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 var lögð fram tillaga að íbúafundi vegna endurskoðunarinnar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi íbúafundanna.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 var farið yfir niðurstöður ný yfirstaðins íbúaþings í Kópavogi.
Farið var yfir samantekt af helstu niðurstöðum íbúafundanna. Umhverfisráð leggur til að tillögur og athugasemdir verði áframsendar til viðkomandi nefnda. Umhverfisráð þakkar starfsmönnum vel unnin störf og íbúum fyrir þátttöku.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 voru lagðar fram niðurstöður umhverfismálaflokksins sem búið var að flokka niður eftir málefnum. Jafnframt var lögð fram greinargerð um endurskoðun aðalskipulagsins og Staðardagskrár 21.
Lagt fram til kynnningar og óskað eftir athugasemdum fyrir næsta fund.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 eru lögð fram ný drög af greinargerð aðalskipulagsins dags. 16. mars 2010.

Skipulagsstjóri og umhverfisfulltrúi gerðu grein fyrir greinargerð Aðalskipulags ásamt  þéttbýlisuppdrætti. Frestað.

3.1001183 - Grænfáninn og skólar í Kópavogi

Lögð er fram tillaga um að hvetja alla skóla í Kópavogi að taka þátt í verkefninu ""skólar á grænni grein"" hjá Landvernd.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 er staða málsins kynnt.

Umhverfisfulltrúi greindi frá kynningarfundi með skólum í Kópavogi um verkefnið "Skólar á grænni grein" og gerði grein fyrir stöðu málsins. Unnið verði áfram að málinu.

4.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð er fram tillaga að áætlun um útikennslusvæði fyrir skóla í Kópavogi. Lagt er til að í ár verði gerð þrjú til fjögur útikennslusvæði til viðbótar þeim tveimur sem þegar eru komin. Gert er ráð fyrir að grunnskólar og leikskólar geti samnýtt svæðin en nú þegar liggja fyrir umsóknir frá ýmsum leik- og grunnskólum.
Málinu frestað og umhverfisráð óskaði eftir ítarlegri gögnum.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 er staða málsins og drög að áætlun um útikennslusvæði kynnt.

Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir fundum með skólastjórum leikskóla og grunnskóla og kynnti stöðu málsins. Unnið verði áfram að málinu.

5.1001169 - Stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2010 var lögð fram tillaga að stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi dags. 21. janúar 2010. Í tillögunni koma fram ýmis átaksverkefni sem marka framtíðarsýn umhverfismála í Kópavogi. Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 var tillaga að umhverfisyfirlýsingu Kópavogs, umhverfisstefnu og áætlun til næstu ára lögð fram.
Lagt fram til kynningar og vinnufundur ákveðinn 15. mars 2010.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 er staða málsins kynnt.

Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram ný drög af umhverfisstefnu Kópavogs samkvæmt tillögu vinnuhópsins. Óskað eftir athugasemdum og tillögum fyrir næsta fund.

6.1002095 - Fróðleiksskilti 2010

Sumarið 2009 var samþykkt að vinna tvö fróðleiksskilti af Elliðavatni. Skilti sem fjallar um sögu Elliðavatns og umhverfis er þegar tilbúið. Lagðar eru fram tillögur að texta og útliti skiltis um lífríki Elliðavatns.
Lagt fram til kynningar.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 er málið lagt fram á ný ásamt tveim hugmyndum að útliti skiltisins.

Umhverfisráð samþykkir tillögu af fróðleiksskilti með teiknuðum myndum af lífverum.

7.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Skipulags- og umhverfissvið leggur til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins. Lögð fram drög að tilkynningu þar sem íbúum er gefinn kostur á að senda inn tilnefningar vegna umhverfisviðurkenninga. Einnig verður tekin ákvörðun um hvenær afhending viðurkenninga mun fara fram.

Umhverfisráð samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að leita tilboða á hönnun og gerð á viðurkenningaskjölum. Viðurkenningarnar fara fram seinni hluta ágústmánaðar.

8.1003285 - Garðlönd - gjaldskrá

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 29. mars 2010. Erindið er gjaldskrá garðlanda Kópavogs.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna og vísar til bæjarráðs.

9.1003284 - Garðaþjónusta Vinnuskólans - gjaldskrá

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 29. mars 2010. Erindið er gjaldskrá Garðaþjónustu Vinnuskólans.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna og vísar til bæjarráðs.

10.1003283 - Skólagarðar - gjaldskrá

Lagt fram erindi Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra dags. 29. mars 2010. Erindið er gjaldskrá garðlanda Kópavogs.

Umhverfisráð samþykkir tillöguna og vísar til bæjarráðs.

11.1003046 - Dagur umhverfisins 2010 - viðburðir og viðurkenningar.

Á fundi bæjarráðs 11. mars 2010 var lagt fram erindi frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2/3, þar sem óskað er eftir þátttöku Kópavogsbæjar og upplýsingum um fyrirhugaða dagskrá í Kópavogi í tengslum við dag umhverfisins þann 25. apríl nk.

Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

Sjötta evrópska ráðstefnan um sjálfbæra þróun í borgum og bæjum verður haldin í Dunkerque í Frakklandi, 19- 21 maí 2010. Kópavogsbæ hefur borist boð um að taka þátt í ráðstefnunni.
Vegna fjárhagsaðstæðna ákveður umhverfisráð að í ár verði ekki sendur fulltrúi frá Kópavogi á ráðstefnuna.

Fundi slitið - kl. 18:30.