Umhverfisráð

492. fundur 23. ágúst 2010 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.903007 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur.

Fundargerð bæjarráðs 12. ágúst 2010:
1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010
Bæjarráð samþykkir tillögu um götu ársins.
1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010
Bæjarráð samþykkir tillögu um heiðursviðurkenningu.

2.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins.
Tilnefningar kynntar og málið rætt.
Á fundi umhverfisráðs 28. júní 2010 var farið í rútuferð og þeir staðir skoðaðir sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga.
Staðirnir voru skoðaðir og ákveðið hverjir skyldu fá viðurkenningu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst verður farið yfir afhendingu umhverfisviðurkenninganna.

Farið var yfir skipulag viðurkenninganna og dagskrá. 

3.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi umhverfisráðs 16. nóvember 2009 var lögð fram tillaga að íbúafundi vegna endurskoðunarinnar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi íbúafundanna.
Á fundi umhverfisráðs 14. desember 2009 var farið yfir niðurstöður ný yfirstaðins íbúaþings í Kópavogi.
Farið var yfir samantekt af helstu niðurstöðum íbúafundanna. Umhverfisráð leggur til að tillögur og athugasemdir verði áframsendar til viðkomandi nefnda. Umhverfisráð þakkar starfsmönnum vel unnin störf og íbúum fyrir þátttöku.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 voru lagðar fram niðurstöður umhverfismálaflokksins sem búið var að flokka niður eftir málefnum. Jafnframt var lögð fram greinargerð um endurskoðun aðalskipulagsins og Staðardagskrár 21.
Lagt fram til kynnningar og óskað eftir athugasemdum fyrir næsta fund.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 eru lögð fram ný drög af greinargerð aðalskipulagsins dags. 16. mars 2010.
Skipulagsstjóri og umhverfisfulltrúi gerðu grein fyrir greinargerð Aðalskipulags ásamt þéttbýlisuppdrætti. Frestað.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 verður farið yfir vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs og Staðardagskrár 21.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu endurskoðunar á Aðalskipulagi Kópavogs og Staðardagskrár 21.

4.1008136 - Síðsumarsganga 2010

Síðsumargangan er árlegur viðburður á degi umhverfisins hjá umhverfisráði. Á undanförnum árum hefur verið farið í göngur um útivistarsvæði í Kópavogi og pylsur grillaðar á eftir.

Ákveðið hefur verið að fara í síðsumarsgöngu 11. september kl 11.00.

5.1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010

Á fundi umhverfisráðs 24. júní 2010 kynnti Skipulags- og umhverfissviðs verkefnið Evrópsk samgönguvika 2010 sem haldin verður vikuna 16- 22. september 2010.
Lagt fram og kynnt.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 er málið lagt fram á ný.

Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu mála og var falið að vinna áfram í málinu.

6.1006097 - Úttekt á stöðu friðlýstra náttúrulegra svæða

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 voru lögð fram drög að úttekt á ástandi á friðlýstum svæðum skv. náttúruminjalögum og framkvæmdaáætlun varðandi þau.
Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.
Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 er málið lagt fram á ný.

Umhverfisfulltrúi kynnti vinnuna fyrir nýju ráði. Nýtt ráð samþykkir áframhaldandi vinnu í málaflokknum.

7.1006096 - Úttekt stöðu friðlýstra svæða skv. þjóðminjalögum

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 voru lögð fram drög að úttekt á ástandi á friðlýstum svæðum skv. þjóðminjalögum og framkvæmdaáætlun varðandi þau.
Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.
Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 er málið lagt fram á ný.

Umhverfisfulltrúi kynnti vinnuna fyrir nýju ráði. Nýtt ráð samþykkir áframhaldandi vinnu í málaflokknum.

8.1006051 - Úttekt á stöðu bæjarverndaðra svæða í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 7. júní 2010 voru lögð fram drög að úttekt á ástandi á bæjarvernduðum svæðum í Kópavogi og framkvæmdaáætlun varðandi þau.
Umhverfisráð samþykkir að unnið verði áfram að ofangreindri úttekt í samræmi við framlögð drög.
Fulltrúar Samfylkingarinnar gera fyrirvara á að nýtt ráð sé samþykkt ofangreindu.
Á fundi umhverfisráðs 23. ágúst 2010 er málið lagt fram á ný.

Umhverfisfulltrúi kynnti vinnuna fyrir nýju ráði. Nýtt ráð samþykkir áframhaldandi vinnu í málaflokknum.

9.1008137 - Heiðmörk, deiliskipulag.

Lagt er fram erindi frá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar dags. 13. ágúst 2010 um deiliskipulag fyrir Heiðmörk. Erindið er sent sveitarfélaginu til umsagnar og er athugasemdarfrestur til og með 22. september. Meðfylgjandi gögn eru umhverfisskýrsla og deiliskipulagsuppdráttur.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið.

Fundi slitið - kl. 18:30.