Umhverfisráð

490. fundur 24. júní 2010 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1006306 - Umhverfisráð 2010 - 2014. Aðalmenn og varamenn

Á fundi bæjarstjórnar 15. júní 2010 voru eftirtalin kosin sem aðalmenn í umhverfisráð Kópavogs kjörtímabilið 2010-2014:

Aðalmenn
Margrét Júlía Rafnsdóttir, form., Sólarsalir 2
Agla Huld Þórarinsdóttir, Dynsalir 14
Karólína Einasdóttir, Hörðukór 5
Hákon R. Jónsson,
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir,

Kjöri varamanna frestað.

Á fundi bæjarstjórnar 22. júní 2010 voru eftirtalin kosin sem varamenn í umhverfisráð Kópavogs kjörtímabilið 2010-2014:

Varamenn:
Myrea Samper
Garðar Vilhjálmsson
Ásta Hafberg
Egill Örn Gunnarsson
Kristín Jónsdóttir

Karólína Einarsdóttir var kjörin varaformaður umhverfisráðs 2010-2014.

2.1006310 - Stefna Kópavogsbæjar í umhverfismálum

Formaður umhverfisráðs fer yfir stefnu meirihlutans í umhverfismálum fyrir kjörtímabilið.

3.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 lagði Skipulags- og umhverfissvið til við umhverfisráð að sviðinu verði falið að annast undirbúning vegna veitingu umhverfisviðurkenninga ársins.

Tilnefningar kynntar og málið rætt.

4.1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010

Skipulags- og umhverfissviðs kynnir verkefnið Evrópsk samgönguvika 2010 sem haldin verður vikuna 16- 22. september 2010.

Lagt fram og kynnt.

5.1006008 - Vatnspóstar í Kópavogi

Á fundi umhverfisráðs 7. júní er lögð fram tillaga um að skipta út vatnspóstum gerðum úr stáli fyrir vatnspósta úr graníti.
Lagt fram og kynnt.

Leiðrétt orðalag frá síðasta fundi að vatnspóstar úr endingarbetra efni verði skoðaðir.

Önnur mál:
Ýmis mál er varða vinnu umhverfisráðs verða rædd.
- Vinnureglur umhverfisráðs og Skipulags- og umhverfissviðs
- Fundartími er ákveðinn kl. 17.00 á mánudögum.

Fundi slitið - kl. 18:30.